einmitt sem ég vildi sjá eða hitt þó heldur - sumardagurinn fyrsti liðinn og sumarið komið skv. því, en þetta er eitthvað sem við fáum ekki breytt og verðum að þola veðurguðina og það sem þeir taka uppá!
Það virðist stefna í tónleikasumar í ár og mímörg bönd bókað gigg hér á klakanum - það er greinilega töff að spila hér á klakanum, iron maiden er t.d. að koma aftur ætli við fáum ekki Kiss líka?
Svo var ég að horfa á þáttinn með Hemma Gunn í gærkvöldi, reyndar búinn að horfa á alla þættina nema einn og ég verð að segja það að þetta er magnaður þáttur og Hemmi að gera sig í þessu svei mér þá! Veit svosem ekki hvort unga fólkið skilur eitthvað í þessu en við sem erum komin á fertugsaldur munum nú tímana tvenna :) og syngjum með hverjum slagaranum á fætur öðrum.
Svo er júróvisjónlagið sagt stolið rétt einu sinni, ég heyrði smá bút úr því lagi sem það er sagt líkjast og ég verð að segja það að það er grunsamlega lík laglína þarna á þessum stað, en ég ætla ekki að dæma um þetta samt.
það er nú svo....
framhald síðar
laugardagur, apríl 23, 2005
Það virðist stefna í tónleikasumar í ár og mímörg bönd bókað gigg hér á klakanum - það er greinilega töff að spila hér á klakanum, iron maiden er t.d. að koma aftur ætli við fáum ekki Kiss líka?
Svo var ég að horfa á þáttinn með Hemma Gunn í gærkvöldi, reyndar búinn að horfa á alla þættina nema einn og ég verð að segja það að þetta er magnaður þáttur og Hemmi að gera sig í þessu svei mér þá! Veit svosem ekki hvort unga fólkið skilur eitthvað í þessu en við sem erum komin á fertugsaldur munum nú tímana tvenna :) og syngjum með hverjum slagaranum á fætur öðrum.
Svo er júróvisjónlagið sagt stolið rétt einu sinni, ég heyrði smá bút úr því lagi sem það er sagt líkjast og ég verð að segja það að það er grunsamlega lík laglína þarna á þessum stað, en ég ætla ekki að dæma um þetta samt.
það er nú svo....
framhald síðar
já það er í kvöld...
það er ekki á hverjum degi þar sem fólki býðst að taka lagið í karókíi þar sem hljómsveit spilar undir. Þetta verður sum sé á Bakaríinu (pöbb okkar dalvíkinga) og bandið skipa ásamt mér sem spila á minnsta trommusett sem sögur fara af, Hölli Vals foringinn sjálfur á gítar, Gummi Pálma einnig á gítar og svo Beggi kára á bassa.
þetta verður fjör
miðvikudagur, apríl 20, 2005
það er ekki á hverjum degi þar sem fólki býðst að taka lagið í karókíi þar sem hljómsveit spilar undir. Þetta verður sum sé á Bakaríinu (pöbb okkar dalvíkinga) og bandið skipa ásamt mér sem spila á minnsta trommusett sem sögur fara af, Hölli Vals foringinn sjálfur á gítar, Gummi Pálma einnig á gítar og svo Beggi kára á bassa.
þetta verður fjör
ein spurning: er fólk sem hefur íslenskan ríkisborgararétt íslendingar?
Ég er ekki á því þar sem þetta fólk hefur bara ríkisborgararétt - kemur annarsstaðar frá en hefur fengið ríkisfang og þau réttindi sem við íslendingar höfum. Þannig að ég tel ekki ættleydd börn ekki vera íslendinga þar sem þau eru af allt öðrum uppruna en við og koma frá jú öðru landi - endilega komið með ykkar skoðun á þessu.
miðvikudagur, apríl 13, 2005
Ég er ekki á því þar sem þetta fólk hefur bara ríkisborgararétt - kemur annarsstaðar frá en hefur fengið ríkisfang og þau réttindi sem við íslendingar höfum. Þannig að ég tel ekki ættleydd börn ekki vera íslendinga þar sem þau eru af allt öðrum uppruna en við og koma frá jú öðru landi - endilega komið með ykkar skoðun á þessu.
Það er bara eitt orð sem á við í kvöld!
GLEÐI,GLEÐI,GLEÐI,GLEÐI,GLEÐI,GLEÐI
Fyrir þá sem ekki vita af hverju ég er svona glaður þá er ástæðan sú að LIVERPOOL er komið í hóp 4 bestu liða í evrópu þar sem þeir slógu Juventus út úr meistaradeildinni í kvöld.
Og ég er gríðarlega sáttur!
föstudagur, apríl 08, 2005
Fyrir þá sem ekki vita af hverju ég er svona glaður þá er ástæðan sú að LIVERPOOL er komið í hóp 4 bestu liða í evrópu þar sem þeir slógu Juventus út úr meistaradeildinni í kvöld.
Og ég er gríðarlega sáttur!
Tvær hliðar á laugardagskvöldi
Hennar hlið á gærkvöldinu:
Hann var í furðulegu skapi í gærkvöldi. Við höfðum ákveðið að hittast á kaffihúsi yfir einum drykk eða svo. Ég hélt að það væri mér að kenna, þar sem ég var heldur sein vegna þess ég var að versla með stelpunum og gleymdi mér aðeins. Hann minntist samt ekkert á það. Okkur gekk ekkert að ná saman, svo ég hélt að það yrði kannski þægilegra að vera einhverstaðar þar sem við gætum verið ein, svo við fórum á mjög rómantískt veitingahús. En hann var ennþá í ferlega furðulegu skapi. Ég reyndi að hressa hann og var farin að spá í hvort að þetta væri bara ég eða hvort eitthvað alvarlegt væri í gangi. Ég spurði hann, en hann svaraði því neitandi. En ég var ekki viss.
Allavega, á leiðinni heim, þá sagði ég honum hvað ég elskaði hann heitt. Hann setti hendina utan um mig, en svaraði mér ekki. Ég veit ekki hvað í fjandanum það á að þýða, því ég var nú kannski að vonast til að hann myndi segja að hann elskaði mig líka eða eitthvað.
Við komum loksins heim og ég var farin að spá í hvort hann ætlaði að dömpa mér. Ég reyndi að fá hann til að tala, en hann kveikti bara á sjónvarpin. Þá gafst ég upp og fór í rúmið. Mér til mikillar undrunnar þá kom hann upp til mín um það bil 20 mínútum seinna.
Við gerðum það, en hann virtist ennþá vera utan við sig. Eftir sexið; dauðlangaði mig að hundskamma hann, en ég grét mig bara í svefn.
Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur. Í alvöru ég held að hann sé farinn að halda framhjá mér. Er orðin alveg ráðalaus!!
Hans hlið á gærkvöldinu:
Liverpool tapaði. Ég fékk þó að ríða
þriðjudagur, apríl 05, 2005
Hann var í furðulegu skapi í gærkvöldi. Við höfðum ákveðið að hittast á kaffihúsi yfir einum drykk eða svo. Ég hélt að það væri mér að kenna, þar sem ég var heldur sein vegna þess ég var að versla með stelpunum og gleymdi mér aðeins. Hann minntist samt ekkert á það. Okkur gekk ekkert að ná saman, svo ég hélt að það yrði kannski þægilegra að vera einhverstaðar þar sem við gætum verið ein, svo við fórum á mjög rómantískt veitingahús. En hann var ennþá í ferlega furðulegu skapi. Ég reyndi að hressa hann og var farin að spá í hvort að þetta væri bara ég eða hvort eitthvað alvarlegt væri í gangi. Ég spurði hann, en hann svaraði því neitandi. En ég var ekki viss.
Allavega, á leiðinni heim, þá sagði ég honum hvað ég elskaði hann heitt. Hann setti hendina utan um mig, en svaraði mér ekki. Ég veit ekki hvað í fjandanum það á að þýða, því ég var nú kannski að vonast til að hann myndi segja að hann elskaði mig líka eða eitthvað.
Við komum loksins heim og ég var farin að spá í hvort hann ætlaði að dömpa mér. Ég reyndi að fá hann til að tala, en hann kveikti bara á sjónvarpin. Þá gafst ég upp og fór í rúmið. Mér til mikillar undrunnar þá kom hann upp til mín um það bil 20 mínútum seinna.
Við gerðum það, en hann virtist ennþá vera utan við sig. Eftir sexið; dauðlangaði mig að hundskamma hann, en ég grét mig bara í svefn.
Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur. Í alvöru ég held að hann sé farinn að halda framhjá mér. Er orðin alveg ráðalaus!!
Hans hlið á gærkvöldinu:
Liverpool tapaði. Ég fékk þó að ríða
jæja þá er ég loksins kominn á vef allrar veraldar eftir mikið japl,jaml og fuður við símann! En eins og ég er nú þolinmóður þá þoldi ég þessa bið tæplega og hefði varla lifað einn dag enn - eins gott að þetta blessaðist nú í dag.
Ég er sem sagt kominn heim í íbúðina mína hér í torgi kenndu við Karl rauða og unni ég hag mínum vel, og er svona að koma mér fyrir í rólegheitum eins og mér er von og vísa.
Nenni ekki að koma með yfirlit um allt sem ég hef afrekað en síðustu helgi fór ég til Egilsstaða til að spila á árshátíð og það var gaman!
Byrjaði að vinna hjá Hafmá sem er lítið fyrirtæki hér í bæ og það er snilld!
bæ
Ég er sem sagt kominn heim í íbúðina mína hér í torgi kenndu við Karl rauða og unni ég hag mínum vel, og er svona að koma mér fyrir í rólegheitum eins og mér er von og vísa.
Nenni ekki að koma með yfirlit um allt sem ég hef afrekað en síðustu helgi fór ég til Egilsstaða til að spila á árshátíð og það var gaman!
Byrjaði að vinna hjá Hafmá sem er lítið fyrirtæki hér í bæ og það er snilld!
bæ
(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson