jæja þá er loks að koma að norðurferðinni hjá mér - mig er búið að hlakka til í mánuð.
Legg íann með Fokker 50 í fyrramálið kl.07:45. Dvölin hér syðra hefur verið góð og auðvitað hlakka ég til að koma aftur í borgina á nýju ári, ég sendi engin jólakort þetta árið þannig að ég sendi ykkur sem þetta lesið bara kveðju hér.
kæru vinir,
mínar bestu óskir um gleðileg jól
og farsældar á komandi ári
og hafið það sem allra best.
ykkar vinur Sverrir
miðvikudagur, desember 15, 2004
Legg íann með Fokker 50 í fyrramálið kl.07:45. Dvölin hér syðra hefur verið góð og auðvitað hlakka ég til að koma aftur í borgina á nýju ári, ég sendi engin jólakort þetta árið þannig að ég sendi ykkur sem þetta lesið bara kveðju hér.
kæru vinir,
mínar bestu óskir um gleðileg jól
og farsældar á komandi ári
og hafið það sem allra best.
ykkar vinur Sverrir
bjó til spurningar - misléttar þó, tékkaðu á þessu:
spurningarnar eru hér! Take my Quiz! and then og hvernig standa stigin!
HÆ spurningarnar eru hér! Take my Quiz! and then og hvernig standa stigin!
daginn...
Fann frábæar sögu eftir strák sem ég kannast við, það er Búi á Skeiði, hann býr nú reyndar ekki þar en var kallaður það, veit ekki hvar hann býr núna slóðin hjá honum er: hér
Kínamúrinn:
Mér finnst Kínamúrinn alveg merkilegt fyrirbæri. Hvernig í ósköpunum nenntu menn þessu? Ég sé samt alveg fyrir mér hvernig þetta byrjaði.
Kínverji (sem við skulum bara kalla Stebba) segir við vin sinn: "Bjössi, mér leiðist. Mig vantar eitthvað sniðugt að gera".
"Nú af hverju byggir þú ekki eitthvað sem er svo stórt að það sé eina mannvirkið sem sést utan úr geimnum?" svarar Bjössi.
Stebbi hugsar sig um í smá stund. "Frábær hugmynd!"
Þeir fara svo og ná í alla félagana.
"Sko strákar, við ætlum að byggja eitthvað sem er alveg rosa stórt. Við bara vitum ekki hvað það á að vera. Einhverjar hugmyndir?"
Eftir nokkrar mínútur af hausklóri og skeggtogun segir Árni, "Hvað með hús?"
Stebbi hristir hausinn, "Nei það er til svo mikið af húsum, þetta verður að vera eitthvað spes og alveg júník".
Eftir meiri umhugsun byrjar Arnar að hoppa upp og niður; "Ég veit! Ég veit! Hvað með risastóra blómaskreytingu?"
Þögn slær á hópinn og allir líta á Arnar sem kafroðnar. "Eða ekki." segir hann lágt og dregur sig eilítið til hlés.
"Aha!!" hrópar Bjössi. "Hvað með risastórann vegg?"
"Til hvers?"
"Til að vernda okkur."
"Fyrir hverju?"
"Fyrir því sem er hinum megin við vegginn auðvitað"
Þannig varð Kínamúrinn til.
sunnudagur, desember 12, 2004
Fann frábæar sögu eftir strák sem ég kannast við, það er Búi á Skeiði, hann býr nú reyndar ekki þar en var kallaður það, veit ekki hvar hann býr núna slóðin hjá honum er: hér
Kínamúrinn:
Mér finnst Kínamúrinn alveg merkilegt fyrirbæri. Hvernig í ósköpunum nenntu menn þessu? Ég sé samt alveg fyrir mér hvernig þetta byrjaði.
Kínverji (sem við skulum bara kalla Stebba) segir við vin sinn: "Bjössi, mér leiðist. Mig vantar eitthvað sniðugt að gera".
"Nú af hverju byggir þú ekki eitthvað sem er svo stórt að það sé eina mannvirkið sem sést utan úr geimnum?" svarar Bjössi.
Stebbi hugsar sig um í smá stund. "Frábær hugmynd!"
Þeir fara svo og ná í alla félagana.
"Sko strákar, við ætlum að byggja eitthvað sem er alveg rosa stórt. Við bara vitum ekki hvað það á að vera. Einhverjar hugmyndir?"
Eftir nokkrar mínútur af hausklóri og skeggtogun segir Árni, "Hvað með hús?"
Stebbi hristir hausinn, "Nei það er til svo mikið af húsum, þetta verður að vera eitthvað spes og alveg júník".
Eftir meiri umhugsun byrjar Arnar að hoppa upp og niður; "Ég veit! Ég veit! Hvað með risastóra blómaskreytingu?"
Þögn slær á hópinn og allir líta á Arnar sem kafroðnar. "Eða ekki." segir hann lágt og dregur sig eilítið til hlés.
"Aha!!" hrópar Bjössi. "Hvað með risastórann vegg?"
"Til hvers?"
"Til að vernda okkur."
"Fyrir hverju?"
"Fyrir því sem er hinum megin við vegginn auðvitað"
Þannig varð Kínamúrinn til.
sjá þennann Hemma Gunn... langar ekki í jólaboð til hans
helgin að líða undir lok á næsta klukkutíma , ég ekki gert neitt af viti nema að pakka inn einum pakka til viðbótar við alla hina, kominn með illt í hálsinn - orðinn frekar þreyttur áessu!
var að enda við að horfa á nýdönsk og sinfó, fínn concert hjá þeim...vantar nú tilfinnalega Daníel, er hann ekki í sukkinu bara?
alls ekki sáttur við mína menn í enska boltanum í gær, maður tapar ekki fyrir neverton!!!
9 dagar.... ok ok 10 - 9 á morgun
miðvikudagur, desember 08, 2004
helgin að líða undir lok á næsta klukkutíma , ég ekki gert neitt af viti nema að pakka inn einum pakka til viðbótar við alla hina, kominn með illt í hálsinn - orðinn frekar þreyttur áessu!
var að enda við að horfa á nýdönsk og sinfó, fínn concert hjá þeim...vantar nú tilfinnalega Daníel, er hann ekki í sukkinu bara?
alls ekki sáttur við mína menn í enska boltanum í gær, maður tapar ekki fyrir neverton!!!
9 dagar.... ok ok 10 - 9 á morgun
í gærkvöld fórum ég og Hölli á fund/hljómsveitaræfingu ásamt Erni í Skipholtinu og hittum við þar hugsanlegan bassaleikara bandsins, sá heitir Georg - kallaður Goggi. Hann er frekar öflugur drengurinn og vona ég svo sannarlega að hann láti slag standa og slái til og gangi til liðs við bandið, sem enn hefur ekki hlotið nafn. Ætli það verði ekki bara Hljómsveit "Harðar Valssonar og nágrennis"
Annars er bara allt gott að frétta og ég hygg á það að fara í mollið á föstudag og klára öll jólagjafakaup og slaka svo bara á það sem eftir lifir fram að jólum.
Mínir menn spila í deild kenndri við meistara í kvöld og verða að vinna til að komast áfram, etjum kappi við gríska liðið Olympiakos - krosslegg fingur og tær og vona það besta!
Spáiði samt í ruglinu hjá Strætó að hækka ekki verð á 10 miða kortum heldur fækkuðu bara miðunum um einn - sauðir!!
14 dagar, segi og skrifa 14 kvikindi
mánudagur, desember 06, 2004
Annars er bara allt gott að frétta og ég hygg á það að fara í mollið á föstudag og klára öll jólagjafakaup og slaka svo bara á það sem eftir lifir fram að jólum.
Mínir menn spila í deild kenndri við meistara í kvöld og verða að vinna til að komast áfram, etjum kappi við gríska liðið Olympiakos - krosslegg fingur og tær og vona það besta!
Spáiði samt í ruglinu hjá Strætó að hækka ekki verð á 10 miða kortum heldur fækkuðu bara miðunum um einn - sauðir!!
14 dagar, segi og skrifa 14 kvikindi
ég verð bara að segja það að mér finnst ekki vera jólalegt hér í vesturbænum, hvað er fólk að spá með að hengja upp seríur bara einhvernvegin og er svo að virðist vera bara sátt við þetta hjá sér!!
Mætti ég heldur biðja um að sjá húsið hjá Valda Snorra eða Birni Friðþjófs, svo maður tali nú ekki um Sævar löggu:) Ellert hérna við hliðina hefur ekkert auga fyrir jólaskrauti, efast um að hann komi nærri því en samt.... þetta er ekki smekklegt!!
Mígandi rigning í morgun, nánast gegnblautur á að labba í þessar 2-3 min í vinnuna, einn krakki spurði mig hvort ég hafi verið í baði..heh - nei ekki alveg en samt ekki vitlaus spurning.
Blus Band Hölla hyggur á útgáfu fyrir jólin og ef þú lesandi góður hefur áhuga á að næla þér í eintak þá er um að gera að setja sig í samband við mig, líklega best í gegn um msn: sweepythoro@hotmail.com eða á sweepy@visir.is - kemur meira um þetta síðar
lifið heil
16 daga í heimkomu!!
laugardagur, desember 04, 2004
Mætti ég heldur biðja um að sjá húsið hjá Valda Snorra eða Birni Friðþjófs, svo maður tali nú ekki um Sævar löggu:) Ellert hérna við hliðina hefur ekkert auga fyrir jólaskrauti, efast um að hann komi nærri því en samt.... þetta er ekki smekklegt!!
Mígandi rigning í morgun, nánast gegnblautur á að labba í þessar 2-3 min í vinnuna, einn krakki spurði mig hvort ég hafi verið í baði..heh - nei ekki alveg en samt ekki vitlaus spurning.
Blus Band Hölla hyggur á útgáfu fyrir jólin og ef þú lesandi góður hefur áhuga á að næla þér í eintak þá er um að gera að setja sig í samband við mig, líklega best í gegn um msn: sweepythoro@hotmail.com eða á sweepy@visir.is - kemur meira um þetta síðar
lifið heil
16 daga í heimkomu!!
jæja þá er ég byrjaður að versla inn jólagjafir, lagði leið mína í kringluna í dag og keypti heilar 4 gjafir! Margt var um manninn og mikið um að vera. Þreytandi svona mannmergð - allir að flýta sér þannig að engin nýtur þess að versla og vera innan um annað fólk, sakna þess mikið að vera ekki fyrir norðan í jólaundirbúningi, það verður bara enn dásamlegra að koma heim þann 22.des og sjá hvað allt verður orðið jólalegt. Mér finnst nú að borgarbúar mættu vera duglegri að skreyta hjá sér - þetta er ekki neitt miðað við Dalvík!!
svo er bara að telja niður þangað til ég fer norður
18 dagar
föstudagur, desember 03, 2004
svo er bara að telja niður þangað til ég fer norður
18 dagar
einu sinni var strákur hann....
fór í klippingu í dag, þá er sagan búin.
er það bull í mér eða er fólk alveg hætt að skoða þetta hjá mér?
svona nú upp með stemminguna!!!
það er ekkert gaman nema sé skemmtilegt
miðvikudagur, desember 01, 2004
er það bull í mér eða er fólk alveg hætt að skoða þetta hjá mér?
svona nú upp með stemminguna!!!
það er ekkert gaman nema sé skemmtilegt
já nú er jólamánuðurinn mættur!
var að rifja upp þegar ég var lítill og Tommi og Jenni voru eina barnaefnið í sjónvarpinu, fyrir utan stundina okkar. Tom & Jerry voru alltaf á mánudagskvöldum eftir fréttir!! svo voru í u.þ.b. 5 mínútur... mikið djöfull hafði maður gaman að þessu - sérstaklega þegar maður fékk að sjá þá félaga í lit, við bjuggum ekki svo vel þá að eiga litsjónvarp, eldri hjón bjuggu við hliðina á okkur í Dröfninni góðu og oft fór ég og bankaði hjá þeim þegar fréttirnar voru rétt að klárast og spurði "má ég nokkuð horfa á tomma og jenna hjá þér?" auðvitað mátti ég það!
Nú á dögum er barnaefni mun meira áberandi - og auðvitað meiri afþreying fyrir krakka en ég sé ekki að þetta hafi haft nein stórkostleg áhrif á mig , nema það að ég er stórfurðulegur .
Kem heim að morgni 22.des mikið asskoti hlakkar mig til :)
ekki nema 21 dagur í það og 23 til jóla - spáið í það!!
var að rifja upp þegar ég var lítill og Tommi og Jenni voru eina barnaefnið í sjónvarpinu, fyrir utan stundina okkar. Tom & Jerry voru alltaf á mánudagskvöldum eftir fréttir!! svo voru í u.þ.b. 5 mínútur... mikið djöfull hafði maður gaman að þessu - sérstaklega þegar maður fékk að sjá þá félaga í lit, við bjuggum ekki svo vel þá að eiga litsjónvarp, eldri hjón bjuggu við hliðina á okkur í Dröfninni góðu og oft fór ég og bankaði hjá þeim þegar fréttirnar voru rétt að klárast og spurði "má ég nokkuð horfa á tomma og jenna hjá þér?" auðvitað mátti ég það!
Nú á dögum er barnaefni mun meira áberandi - og auðvitað meiri afþreying fyrir krakka en ég sé ekki að þetta hafi haft nein stórkostleg áhrif á mig , nema það að ég er stórfurðulegur .
Kem heim að morgni 22.des mikið asskoti hlakkar mig til :)
ekki nema 21 dagur í það og 23 til jóla - spáið í það!!
(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson