<$BlogRSDUrl$>
Myndir
Smelltu
Rykfallið
Nýjast
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
desember 2005
mblog

miðvikudagur, október 27, 2004

norðurferðin 

já þá er ég kominn aftur úr ferð minni til heimahagana þar sem ég eyddi síðustu helgi hjá fjöskyldu minni og á bak við trommusettið mitt - Lagði af stað norður með Elmari um eittleytið, ferðin sóttist vel og vorum við komnir á leiðarenda um fimm...já eða um það bil. Mamma beið okkar með læri og alles, sátum þar og átum dágóða stund. Þá var ferðinni heitið í leikhúsið þar sem generalprufa fór fram þá um kvöldið - gat því miður ekki séð hana eins og til stóð vegna spilamennsku minnar í Ólafsfirði. Fór svo þangað til að stilla upp fyrrnefndu trommusetti og æfing hófst á sýningu sem átti að fara fram á laugardagskveldinu, lög sem Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson gerði fræg . Gekk það svona sæmilega . kom heim um 01:00 og fór þá að sofa.
Nú var kominn laugardagur og allt í góðut í snjónum á Dalvík, fór í sund og hafði gott og gaman af :) Horfði svo á mína menn í Liverpool vinna Charlton 2-0 . Brunaði út í fjörð kenndann við Ólaf og renndi í gegn um lögin sem spila átti síðar sama kvöld, og gekk það talsvert betur en kvöldið áður.
Svo hófst gleðin með mikilli matarveislu í Tjarnarborg þar sem rúmlega 200 gestir voru og tóku hraustlega til matar síns. sýningin tókst með miklum ágætum eins og við var að búast.
Ballið var roooosalega skemmtilegt - ég hef ekki haft svona gaman að því að spila á balli síðan ég veit ekki hvenar - góð stemming og allt gekk upp :)
Pakkaði saman trommsettinu og fór heim.
Sunnudaur - slakaði á, sá Arsenal tapa (loksins) fór í sund og ekkert meira þann daginn
Mánudagur - sund og rúntur í snjónum, borðaði síðustu kvöldmáltíðina í bili hjá henni móður minni, flaug heim í Skjól kennt við Sörla, sáttur við helgina - mjög svo :)

Svo fer víst að styttast í gest númer 20.000 hérna hjá mér - hver það verður veit nú enginn... María verður það þú - aftur ?

þetta er orðið ágætt
bless



fimmtudagur, október 21, 2004

engin titill að þessu sinni sökum sparnaðar 

daginn -
veðrið hér í borginni hefur ekki alveg verið að gera sig undanfarið en fer skánandi - kominn tími til. Ég er að fara norður á morgun til að spila á fyrsta vetrardagsskemmtun og svo balli á eftir...auðvitað! Ég hef ekki spilað á trommur í heilan mánuð fyrir utan eina æfingu með hljómsveitinni "ÉG" þar sem til stóð að ég spilaði með því bandi á airwaves hátíðinni sem einmitt hófst í gærkvöldi , en það var nú ekkert úr því vegna norðurferðar minnar sem ég ákvað að taka fram yfir þetta dæmi.
Legg af stað um hádegi á morgun og verð kominn vonandi í mat hjá mömmu um kl 18:00 svo að stilla upp trommusettinu og æfa og æfa - ég er búinn að hlusta á þessi lög og ætti nú að ná að klúðra mig fram úr því ef ég þekki sjálfann mig rétt.

þannig að.... bið að heilsa í bili



sunnudagur, október 17, 2004

Ammæli bloggsinns 

það var það í októbermánuði n.t.t. þann 16. það herranns á 2002 að ég ákvað að ráðast í gerð bloggsíðu - sem er jú þessi hér . Þannig að bloggið er tveggja ára og ferskt sem aldrei fyrr - óskið mér nú til hamingju... heh



miðvikudagur, október 13, 2004

er þetta ég ? 

þar sem fyrsti stafurinn í nafni þínu er, S,
má segja eftirfarandi um þig sem persónu:

Í þínu tilfelli verður að segjast eins og er að þú tekur vinnu og viðskipti fram yfir kynlíf. Sé eitthvað um að vera í vinnunni áttu mjög erfitt með að slappa af og njóta þess að vera í tilfinningasambandi. Við réttu aðstæðurnar getur þú hins vegar verið öllum öðrum blíðari og rómantískari. En þú sleppir aldrei fram af þér beislinu. Þú ert varfærin í að veita annari persónu hlutdeild í lífi þínu, en þegar það gerist þá er það til lífstíðar. En eins og ég sagði þá gerist það ekki daglega.

Stundum er hamingjan hérna megin læksins.

Miðað við að uppáhaldslitur þinn sé Blár,
gætu þetta verið sumir af eiginleikum þínum:

- tryggð
- vinur vina þinna
- hugsuður
- lysthneigð
- feimni
- látleysi
- athygli



Myndir  
jæja þá er ég búinn negla upp myndasíðu af miklum myndarskap og setti auðvitað link hér að neðan og til hægri - Biggi er nú aðal ljósmyndarinn á þessu heimili þannig að þetta verður að mestu hans myndir - nema að ég hnupli vélini og smelli af einhverju sem verður á vegi mínum hér í stórborgini.
Annars er nú lítið að frétta nema kannski það að ég bakkaði út úr þessu hljómsveitarbrölti, hreinlega vegna áhugaleysis og líka það að hugurinn kallar norður þessa sömu helgi - mig langar svo norður!
Landsleikur á morgun Ísland - Svíþjóð - fer 0-3 fyrir sænska.

bið að heilsa - öllum





föstudagur, október 08, 2004

nýtt band og þvottavél 

bölvuð leti búin að hrjá mig við þetta blessaða blogg - allt gott að frétta þrátt fyrir smá flensuskít sem hefur verið að hrjá mig, var að fá þvottavél í dag loksins.
Fór á hljómsveitaræfingu í gærkvöld með Erni frá tjörn - hljómsveitin heitir ÉG eflaust kannast engin við þetta band en til stendur að ég spili með þessu bandi á icelandairwaves í þjóðleikhúskjallaranum 22. okt. Ég er kominn með nokkur lög og er að hlusta á þetta - þekktasta lagið með þeim er eflaust lagið Geitungarnir mínir sem var eina lagið sem ég kannaðist við, en hvað um það þetta verður gaman ef af verður.

er að spá í að fara að þvo í nýju þvottavélini sem hún móðir mín gaf mér

takk mamma



sunnudagur, október 03, 2004

Van Morrison 

óvænt uppákoma hjá mér í gærkvöld ... Við Ragnar vorum búinir að mæla okkur mót ó Sörlaskjólinu í gær og ætluðum við að gera eitthvað skemmtilegt en vissum kannski ekki alveg hvað , svo þegar klukkan var um 19:30 hringir hann í mig og segist hafa fengið 2 miða á Van Morrison og hann var ekkert viss um hver það var , ég kannaðist við kallinn enda sambýlingur minn lagður af stað á umrædda tónleika sem voru í Laugardalshöll.
Kl 20:04 mætir Raggi og við þjótum upp í höll , erum komnir þangað 20:12 og vitum ekkert hvar í salnum við eigum að vera , þá kom í ljós að við vorum á besta stað á 2. bekk fyrir miðju og ég sat við hliðina á Jónatanni Garðarssyni .
Tónleikarnir voru góðir fannst mér, svo eftir að þeir voru búnir hringdi ég í Bigga og tjáði honum að ég hafi verið á tónleikunum, hann var ekki alveg að kaupa það í fyrstu þar sem uppselt var á þá fyrir löngu.





(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson

This page is powered by Blogger. Isn't yours?