vaknaði hress í morgun rétt fyrir kl.10 fór út á svalir og það er komin haustlykt í loftið eða svona þegarmaðurbyrjarískólanumlykt - man það alveg þó langt sé síðan ég sat á skólabekk - og fyrir þá sem hafa spurt mig hvort ég hyggi í alvöru að bregða búi og flytja í borgina þá er það rétt og er það gert til tilbreytingar og svo ætla ég að reyna að finna mér band til að spila í þar syðra - veit einhver um slíkt? Ég er að leita mér að einhverri vinnu líka - þannig að breytingar eru að verða á háttum mínum, svei mér þá.
yfir og út
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
yfir og út
fann magnaða grein um hann Jón Arnar "okkar" Magnússon tugþrautarkappa á http://mikkivefur.is um hvort Mogginn ætti ekki bara að vera með staðlaðar fréttir um þennan misheppnaða íþróttamann sem virðist meiðas meira en góðu hófi gegnir
hér er þetta, og auðvelt að uppfæra þetta eftir því hvar og hvenar hann meiðist næst:
Maður er eiginlega farinn að vorkenna Jóni Arnari, tugþrautarkappa. Hann er farinn að minn ískyggilega á Kristin Björnsson, skíðamanninn að norðan sem vann hverja kollhnískeppnina af annarri.Við vorum að velta því fyrir okkur hvort Mogginn væri ekki kominn með template fyrir fréttir af honum. Ef svo er ekki, þá er þetta okkar tillaga:Jón Arnar Magnússon varð að hætta keppni á ________mótinu í _________ vegna meiðsla. Hann hafði keppt í ______, _______, _______, _______, _______ og _______ þegar hann meiddist. Þjálfari Jóns Arnars sagði í samtali við MBL.is að meiðsli í nára/ökkla/hálsi/hásin/öxl/hné hefðu tekið sig upp. Jón Arnar sagðist vera ósáttur við þessa niðurstöðu en bjóst við að gera betur á næsta móti sem er í _________.
sniðurgt?
Var fyrir sunnan um helgina við upptökur á jólalagi - gekk vel
spá í að flytja suður.....
er einhver lesandi sem vill leigja íbúiðna mína?
laugardagur, ágúst 21, 2004
hér er þetta, og auðvelt að uppfæra þetta eftir því hvar og hvenar hann meiðist næst:
Maður er eiginlega farinn að vorkenna Jóni Arnari, tugþrautarkappa. Hann er farinn að minn ískyggilega á Kristin Björnsson, skíðamanninn að norðan sem vann hverja kollhnískeppnina af annarri.Við vorum að velta því fyrir okkur hvort Mogginn væri ekki kominn með template fyrir fréttir af honum. Ef svo er ekki, þá er þetta okkar tillaga:Jón Arnar Magnússon varð að hætta keppni á ________mótinu í _________ vegna meiðsla. Hann hafði keppt í ______, _______, _______, _______, _______ og _______ þegar hann meiddist. Þjálfari Jóns Arnars sagði í samtali við MBL.is að meiðsli í nára/ökkla/hálsi/hásin/öxl/hné hefðu tekið sig upp. Jón Arnar sagðist vera ósáttur við þessa niðurstöðu en bjóst við að gera betur á næsta móti sem er í _________.
sniðurgt?
Var fyrir sunnan um helgina við upptökur á jólalagi - gekk vel
spá í að flytja suður.....
er einhver lesandi sem vill leigja íbúiðna mína?
Sigur - gleðiefni - gjugg í borg
jæja þá eru mínir menn búnir að landa sínum fyrsta sigri í enska boltanum - unnum Man City (stóra liðið í Manchester) 2-1 með mörkum frá Milan Baros og Steven Gerrard - sáttur er ég við það!!!
íslenska landsliðið í klísturglímu (handbolta) er ekki alveg að standa sig á ólympíuleikunum - og eru líklega að syngja sitt síðasta , nema að þeir vinni Rússa - núna eru þeir ekki strákarnir okkar!!
í kvöld ætla ég að skella mér til borgar óttans og gera eitthvað skemmtilegt þar - svo fer bandið í stúdió á mánudag til að taka upp tóndæmi fyrir komandi vertíð.
Það er menningarnótt í borginni og margt í boði þannig að gangið hægt um gleðinar dyr - ég geri það allavega.
over and out
fimmtudagur, ágúst 19, 2004
íslenska landsliðið í klísturglímu (handbolta) er ekki alveg að standa sig á ólympíuleikunum - og eru líklega að syngja sitt síðasta , nema að þeir vinni Rússa - núna eru þeir ekki strákarnir okkar!!
í kvöld ætla ég að skella mér til borgar óttans og gera eitthvað skemmtilegt þar - svo fer bandið í stúdió á mánudag til að taka upp tóndæmi fyrir komandi vertíð.
Það er menningarnótt í borginni og margt í boði þannig að gangið hægt um gleðinar dyr - ég geri það allavega.
over and out
hér er afmælisbarn (köttur) dagsins hún Mirra sem er persi og er hún tveggja ára í dag og óska ég henni til lukku með það!!
það er gaman að horfa á ólympíuleikana - sérstaklega greinar sem maður sér ekki oft eins og t.d. lyftingar kvenna í -53 kg. flokki, þetta er skemmtilegra en fyndnasta gamanmynd sem ég hef séð - sjá þessar fraukur, allar frekar ómyndarlegar og að auki með meira af hárum í andlitinu en gengur og gerist - við getum kallað það skegg. Eða var þetta örugglega í kvennaflokki?
Svo sá ég frá keppni í skotfimi - loftskammbyssu af 50 m. færi. Þvílíkur hópur af furðufuglum allir nýbúnir að láta heilaþvo sig gjörsamlega - allir í skrítnum fötum með skrítin gleraugu eða eitthvað drasl fyrir öðru auganu, en mikið voru þeir hittnir marr. Ekki ætla ég að gera meira grín af þeim, enda gerir maður ekki grín af mönnum með byssu, sérstaklega ef þeir eru skrítnir:)
Blúsband Hölla Vals var með lokatónleika í gærkvöld í ungó og lauk þá þriggja kvölda tónleikaröð okkar og viljum við þakka öllum þeim sem komu og hlýddu á okkur - svo var afraksturinn tekinn upp og er ætlunin að gefa út disk með því efni sem var tekið upp á þessum tónleikum ásamt öðru sem var tekið upp á tímabilinu febrúar-ágúst.... já það er ágúst:)
það er nú svo...
...meira síðar
sunnudagur, ágúst 15, 2004
Svo sá ég frá keppni í skotfimi - loftskammbyssu af 50 m. færi. Þvílíkur hópur af furðufuglum allir nýbúnir að láta heilaþvo sig gjörsamlega - allir í skrítnum fötum með skrítin gleraugu eða eitthvað drasl fyrir öðru auganu, en mikið voru þeir hittnir marr. Ekki ætla ég að gera meira grín af þeim, enda gerir maður ekki grín af mönnum með byssu, sérstaklega ef þeir eru skrítnir:)
Blúsband Hölla Vals var með lokatónleika í gærkvöld í ungó og lauk þá þriggja kvölda tónleikaröð okkar og viljum við þakka öllum þeim sem komu og hlýddu á okkur - svo var afraksturinn tekinn upp og er ætlunin að gefa út disk með því efni sem var tekið upp á þessum tónleikum ásamt öðru sem var tekið upp á tímabilinu febrúar-ágúst.... já það er ágúst:)
það er nú svo...
...meira síðar
það er ekki hægt að segja annað en sé eitthvað um að vera núna - blúsband Hölla að meika það heldur betur, vorum með tónleika í ungó á föstudagskvöldið og aftur á laugardagskvöld og allt tekið upp, við erum búnir að hlusta á tónleikana frá föstudeginum og kemur þetta vægast sagt vel út :) . Svo er fyrirhugað að halda fleiri tónleika í vikulokin held ég (kem með fregnir af því síðar) Svo eru byrjaðir Ólympíuleikar og enski boltinn farinn að rúlla þannig að það er líf og fjör, og svo ég tali ekki um veðrið - búið að vera mergjað veður hér síðustu daga.
í gærkvöld var ég bara heima og lét fara vel um mig og horfði á sjónvarpið - gott að slaka á.
og dagurinn í dag hefur ekki verið slæmur - vaknaði um hádegi og er búinn að rölta í góða veðrinu og njóta sólarinnar
núna má fara að rigna takk!!
föstudagur, ágúst 13, 2004
í gærkvöld var ég bara heima og lét fara vel um mig og horfði á sjónvarpið - gott að slaka á.
og dagurinn í dag hefur ekki verið slæmur - vaknaði um hádegi og er búinn að rölta í góða veðrinu og njóta sólarinnar
núna má fara að rigna takk!!
sem er merkilegt er það ekki ?
Stórfrétt dagsins er líklega sú að Michael Owen er farinn frá Liverpool og ekki grenja ég yfir því. Ekki meira um boltann hér.
Næst stærsta fréttin í dag er sennilega sú að Blúsband Hölla verður með tónleika í kvöld í Ungó á Dalvík þar sem verður spilað sama program og á Fiskidaginn mikla - þeir sem misstu af því og vilja sjá og heyra endilega mæta, já og þeir sem sáu og vilja sjá þetta aftur eru líka velkomnir. Þetta verður í síðasta skipti í einhvern tíma sem bandið spilar í þessari mynd opinberlega þannig að þetta er viðburður!
Svo notum við morgundaginn og sunnudaginn til að taka upp og gefum væntanlega út disk með haustinu, jafnvel myndband líka...hver veit :)
Minni aftur á tónleikana í kvöld í ungó kl. 22:00
bæ
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Stórfrétt dagsins er líklega sú að Michael Owen er farinn frá Liverpool og ekki grenja ég yfir því. Ekki meira um boltann hér.
Næst stærsta fréttin í dag er sennilega sú að Blúsband Hölla verður með tónleika í kvöld í Ungó á Dalvík þar sem verður spilað sama program og á Fiskidaginn mikla - þeir sem misstu af því og vilja sjá og heyra endilega mæta, já og þeir sem sáu og vilja sjá þetta aftur eru líka velkomnir. Þetta verður í síðasta skipti í einhvern tíma sem bandið spilar í þessari mynd opinberlega þannig að þetta er viðburður!
Svo notum við morgundaginn og sunnudaginn til að taka upp og gefum væntanlega út disk með haustinu, jafnvel myndband líka...hver veit :)
Minni aftur á tónleikana í kvöld í ungó kl. 22:00
bæ
já já gaman að segja frá því! Smellið á mblog hér til vinstri og berið augum það sem á vegi mínum hefur orðið og mér þótt ástæða til að deila með ykkur, annars bara allt gott að frétta af mér nema að ég er að drepast í fótnum (fætinum,löppini) - það lagast....vona ég
Svo bara Liverpool í kvöld, beint á Sýn
mergjað
sunnudagur, ágúst 08, 2004
Svo bara Liverpool í kvöld, beint á Sýn
mergjað
það fór víst ekki fram hjá neinum að fiskidagurinn var haldinn hátíðlegur í 4. sinn í gær og herma fréttir að um 30.000 manns hafi verið á svæðinu!! Flott veður og allir í sólskinsskapi, nóg að borða og mikið af list sem gældi við augu og eyru - Ég var sjálfur að spila með Blúsbandi Hölla Val´s, sem var vel heppnað að mér fannst og fengum við félagarnir mikið hrós frá fjölda manns, bæði frá þeim sem við þekktum og einnig frá fólki sem við þekktum engin deili á.. Já og okkkur var líkt við Jagúar (sko hljómsveitina) og að krafturinn í bandinu væri svo náttúrulegur! Allavega er ég voðalega sáttur við frammistöðuna og daginn eða bara helgina í heild!!
Ef þú lesandi góður varðst vitni af blúsbandi Hölla á fiskidaginn væri vel þegið að vita hvað þér fannst um þetta hjá okkur - endilega commenta hér að neðan - takk!!
fimmtudagur, ágúst 05, 2004
Ef þú lesandi góður varðst vitni af blúsbandi Hölla á fiskidaginn væri vel þegið að vita hvað þér fannst um þetta hjá okkur - endilega commenta hér að neðan - takk!!
vó hvað þetta líður hratt og allt að gerast, við hér á Dalvík keppumst við að gera bæinn okkar flottann og snyrtilegann fyrir daginn okkar FISKIDAGINN MIKLA, og það virðist svo sannarlega ganga vel og heyrði ég spá minksins um væntanlegann fólksfjölda á laugardaginn 30.000 manns!! Og ekkert annað en stórhríð gæti komið í veg fyrir það.... kannski djarfur í þessum spádómi sínum en alltaf hefur hann spáð nokkuð nærri lagi þannig að við skulum bara bíða og sjá - ekki ætla ég að fussa yfir þessu strax allavega:)
Lokaæfing hjá Bluesbandi Hölla Val´s fyrir Fiskidagsgiggið í dag kl 17:15
rokk og ról!!
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
Lokaæfing hjá Bluesbandi Hölla Val´s fyrir Fiskidagsgiggið í dag kl 17:15
rokk og ról!!
góðan dag...
ég sá Liverpool vinna Roma í gær 2-1 , frekar daufur leikur á köflum en sigur sem verður ekki tekin af okkur.
Fiskidagurinn nálgast eins og óð fluga eða er það óðfluga? hehehe...
Eitt er víst að margt verður um manninn og mikið gaman og mikið að borða, sjá og heyra.
Verslunarmannahelgin liðin með sínu brambolti, ég tók mig til og ferðaðist til Reykjavíkur þessa helgi og hafði það frekar gott...já alveg sérdeilis príðilegt! Sá Júlíus Brjánsson meira að segja - hann var sá frægasti sem ég sá held ég (þessi sem lék Inda í föstum liðum eins og venjulega) hann var nú bara að fá sér hammara á McDonald´s í Kringluni og ég var næstum því búinn að segja "Indi....Indi minn" ákvað að sleppa því.
Já og blessuð sólin skín hér á Dalvíninni - þarf varla að taka það fram, því hún er svo oft hérna...
jæja ég er að fara að skammast í bankann núna, svo að vinna og síðan er æfing hjá hinu margrómaða bandi "Blúsbandi Hölla Vals" og þá er ég laus við verkefni þessa dags - held ég.
hafið það gott kæru vinir
og blesssss..
ég sá Liverpool vinna Roma í gær 2-1 , frekar daufur leikur á köflum en sigur sem verður ekki tekin af okkur.
Fiskidagurinn nálgast eins og óð fluga eða er það óðfluga? hehehe...
Eitt er víst að margt verður um manninn og mikið gaman og mikið að borða, sjá og heyra.
Verslunarmannahelgin liðin með sínu brambolti, ég tók mig til og ferðaðist til Reykjavíkur þessa helgi og hafði það frekar gott...já alveg sérdeilis príðilegt! Sá Júlíus Brjánsson meira að segja - hann var sá frægasti sem ég sá held ég (þessi sem lék Inda í föstum liðum eins og venjulega) hann var nú bara að fá sér hammara á McDonald´s í Kringluni og ég var næstum því búinn að segja "Indi....Indi minn" ákvað að sleppa því.
Já og blessuð sólin skín hér á Dalvíninni - þarf varla að taka það fram, því hún er svo oft hérna...
jæja ég er að fara að skammast í bankann núna, svo að vinna og síðan er æfing hjá hinu margrómaða bandi "Blúsbandi Hölla Vals" og þá er ég laus við verkefni þessa dags - held ég.
hafið það gott kæru vinir
og blesssss..
(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson