Það er nú þannig að 29. febrúar kemur ekki aftur fyrr en 2008 held þannig að ég verð að setja smá skrif hér af því tilefni.
Liverpool var að spila við botnlið Leeds og marði jafntefli 2-2 - eitt stig þar!
Vissuð þið að í London deyja langflestir úr kulda? Ég var að horfa á þátt um veður á rúv þar sem þetta kom fram og kom mér á óvart !
laugardagur, febrúar 28, 2004
Liverpool var að spila við botnlið Leeds og marði jafntefli 2-2 - eitt stig þar!
Vissuð þið að í London deyja langflestir úr kulda? Ég var að horfa á þátt um veður á rúv þar sem þetta kom fram og kom mér á óvart !
Það gerist víst í hverri viku að ég fæ helgarfrí - var reyndar að vinna í gærkvldi í félagsamiðstöinni þar sem fór fram diskótek fyrir 5.6 og 7. bekk. Flestir komu nú bara til að ærslast og kaupa nammi í sjoppunni...þó voru nú nokkrir sem stigu dagns og létu eins og fólk! Annars fór þetta vel fram og allir höguðu sér vel.
svo leit ég við á æfingu hjá bílskúrsbandinu Lenny and the Jets sem er efnilegt band hér í bæ og er undir miklum áhrifum frá breska rokkbandinu MUSE sem mér finnst vera frábært band! Ég fékk að handleika kjuðana og spilaði með þeim nokkur vel valin lög. Bandið skipa: Gummi Pálma, Himmi og Ísak.
Og í dag gerði ég ekki mikið nema að horfa á fótbolta og handbolta og kvöldið fer sennilega í sjónvarpsgláp, hitti reyndar nágranna minn Júlla Júl sem er búinn að opna nýja vefsíðu og er með ýmislegt merkilegt í farvatninu kanniði málið!
fimmtudagur, febrúar 26, 2004
svo leit ég við á æfingu hjá bílskúrsbandinu Lenny and the Jets sem er efnilegt band hér í bæ og er undir miklum áhrifum frá breska rokkbandinu MUSE sem mér finnst vera frábært band! Ég fékk að handleika kjuðana og spilaði með þeim nokkur vel valin lög. Bandið skipa: Gummi Pálma, Himmi og Ísak.
Og í dag gerði ég ekki mikið nema að horfa á fótbolta og handbolta og kvöldið fer sennilega í sjónvarpsgláp, hitti reyndar nágranna minn Júlla Júl sem er búinn að opna nýja vefsíðu og er með ýmislegt merkilegt í farvatninu kanniði málið!
ég er aldeilis hissa á þessum bloggurum sem nú hlaðast upp, sá nýjasti Vision
mig grunar nú hvur maðurinn er en læt það eiga sig að uppljóstra því um stund!
Eglis sull kom mér á bragðið !
Palli Mjaldur mig grunar nú hvur maðurinn er en læt það eiga sig að uppljóstra því um stund!
Eglis sull kom mér á bragðið !
já nú skín sólin :)
ég gerði ekkert að viti í dag nema þá að vinna mitt starf skammlaust - stóð mig bara vel, rölti heim í blíðuni og kom reyndar við í kaupfélaginu þar sem Fribba er búin að vera frá því ég man eftir mér - voðalega heimilislegt að koma í búðina, ekkert stress eins og þarna fyrir sunnan...jú við erum að borga meira fyrir brauðið hér en það er allt í lagi meðan við höfum ró og næði að versla.
Ég mætti Páli Kristjánssyni (alltaf kallaður Palli Mjaldur) á röltinu, hann var ekki á dráttavélinni!! Mig langaði að spurja hverju sætti að hann væri ekki á Ferguson? Ég þorði það ekki því við guttarnir lentum í kallinum 10 ára gamlir og hann skammaði okkur, síðan hef ég verið hálf smeikur við kauða:)
miðvikudagur, febrúar 25, 2004
ég gerði ekkert að viti í dag nema þá að vinna mitt starf skammlaust - stóð mig bara vel, rölti heim í blíðuni og kom reyndar við í kaupfélaginu þar sem Fribba er búin að vera frá því ég man eftir mér - voðalega heimilislegt að koma í búðina, ekkert stress eins og þarna fyrir sunnan...jú við erum að borga meira fyrir brauðið hér en það er allt í lagi meðan við höfum ró og næði að versla.
Ég mætti Páli Kristjánssyni (alltaf kallaður Palli Mjaldur) á röltinu, hann var ekki á dráttavélinni!! Mig langaði að spurja hverju sætti að hann væri ekki á Ferguson? Ég þorði það ekki því við guttarnir lentum í kallinum 10 ára gamlir og hann skammaði okkur, síðan hef ég verið hálf smeikur við kauða:)
mér er heiður og ánægja að kynna til leiks Fyndnasta mann íslands 2002 Sigurvin Jónsson!!
Velkominn Siddi!!
loksins alvöru fótbolti! Velkominn Siddi!!
meistaradeildin byrjaði í kvöld þannig að maður þarf ekki að pína sig til að horfa á neðrideildarbolta í bráð - ég horfði á 2 leiki í kvöld og sá loks hvernig á að spila þessa annars frábæru íþrótt!
Saltkjöt og baunir voru ekki étnar á mínu heimili í dag, en það var í boði hjá múttu en ég taldi ekki rétt að snæða slíkt!
Annars var bara hangið í dag, lítið að gera í vinnuni nú þegar vetrarfrí stendur sem hæðst, byrja á fimmtudag að hasta á guttana í klefanum í íþróttahúsinu.
Fer til læknis á morgun - vona að ég lifi það af....:)
mánudagur, febrúar 23, 2004
Saltkjöt og baunir voru ekki étnar á mínu heimili í dag, en það var í boði hjá múttu en ég taldi ekki rétt að snæða slíkt!
Annars var bara hangið í dag, lítið að gera í vinnuni nú þegar vetrarfrí stendur sem hæðst, byrja á fimmtudag að hasta á guttana í klefanum í íþróttahúsinu.
Fer til læknis á morgun - vona að ég lifi það af....:)
Jólasería frá Kína var merkt á eftirfarandi hátt:
"For indoor or outdoor use only." En ekki hvar ... ???
------------------------------------------------------------------
Viðvörun á steríógræjum...í alvöru:
"Do not eat or swallow this machine or parts of it.."
Er þetta nú í alvöru nauðsynlegt..."Ástin, eigum við
ekki bara að hafa kassettutæki í kvöldmat..."
----------------------------------------------------------------
Ein búð auglýsti í glugga hjá sér, "Kvensundbolirnir
eru komnir"..nú hvenær koma þá karlsundbolirnir
---------------------------------------------------------------
Bolludagur "For indoor or outdoor use only." En ekki hvar ... ???
------------------------------------------------------------------
Viðvörun á steríógræjum...í alvöru:
"Do not eat or swallow this machine or parts of it.."
Er þetta nú í alvöru nauðsynlegt..."Ástin, eigum við
ekki bara að hafa kassettutæki í kvöldmat..."
----------------------------------------------------------------
Ein búð auglýsti í glugga hjá sér, "Kvensundbolirnir
eru komnir"..nú hvenær koma þá karlsundbolirnir
---------------------------------------------------------------
þá er kominn bolludagur með öllum sínum rjóma,glassúr,súkkulaði sultu og gúmmelaði - ég er svosem ekki mikið fyrir þetta en fæ mér nú samt rjómabollu í tilefni dagsins - er meira fyrir fiski og kjötbollur!
Nú snjóar hér á víkinni - í logni, fallegt að sjá það!
Ég á ekki orð að lýsa því hve vonsvikinn ég var í gær þegar Liverpool var slegið út úr bikarkeppninni í gær af Portsmouth og reyndar skil ég vel miðað hve illa liðið lék að þeir duttu út og er að vona að dagar Houllier séu taldir við stjórnvölin hjá sigursælasta liði englands.
sunnudagur, febrúar 22, 2004
Nú snjóar hér á víkinni - í logni, fallegt að sjá það!
Ég á ekki orð að lýsa því hve vonsvikinn ég var í gær þegar Liverpool var slegið út úr bikarkeppninni í gær af Portsmouth og reyndar skil ég vel miðað hve illa liðið lék að þeir duttu út og er að vona að dagar Houllier séu taldir við stjórnvölin hjá sigursælasta liði englands.
Nú um Hvítasunnuna verða kominn hvorki meira né minna en 15 ár síðan við krakkarnir gengum upp að altarinu hjá Jóni Helga og af því tilefni höfum við Gunnþór ýtt úr vör skipulagningu að endurfundunum sem ætlunin er að verði í sumar, þegar 10 árunum var fagnað átti ég ekki kost á að taka þátt í fagnaðinum og grét það mjög þannig að það stoppar mig ekkert nú!!
Ég hef sett upp smá síðu þar sem þeir úr 1975 árganginum geta lesið um hvað sé í gangi og skrifað í gestabók og tjáð sig um hvar og hvenar við gætum hist, þannig virkar það nú!
Tónleikarnir tókust vel! Ég hef sett upp smá síðu þar sem þeir úr 1975 árganginum geta lesið um hvað sé í gangi og skrifað í gestabók og tjáð sig um hvar og hvenar við gætum hist, þannig virkar það nú!
það má segja að það hafi verið stemming á tónleikunum í kvöld, til stóð að við spiluðum frá 22:30 - 00:00 en það teygðist heldur betur úr þessu því við djömmuðum til 02:00!! Hölli fór á kostum og söng eins og engill hvern blússlagarann á fætur öðrum og fólkið dillaði sér í takt og fangnaðarlátunum ætlaði ekki að linna og þú sem misstir af þessu - Óheppinn!
En til stendur að endurtaka gjörninginn við tækifæri en þetta verður aldrei eins og var í kvöld - bara betra :)
föstudagur, febrúar 20, 2004
En til stendur að endurtaka gjörninginn við tækifæri en þetta verður aldrei eins og var í kvöld - bara betra :)
frískur og tónleikar með meiru!!
Loksins lét ég mig hafa það að hafa mig í vinnu eftir veikindi sem ég náði mér í í Grímsey - var farinn að halda að ég væri kominn með fuglaflensuna!!!
Fór til læknis og allt!!
Svo er stórviðburður í vændum annaðkvöld er blúsband Hölla Vals stígur á stokk á gamla Sæluhúsinu, sem síðar hét Café menning og nú kaffi fjörfiskur..... já sei sei því er ekki endasleppt hér á víkinni! Og Bandið skipa: foringinn sjálfur Hölli "Hendrix" Valsson sem leikur á gítar, Addi "Funky" Ben plokkar bassann og svo ég sjálfur Sweepy Thoro sem lem húðir. þannig að ef þú sem þetta lest átt einhvern möguleika á að vera viðstaddur þessa uppákomu þá léti ég þetta ekki fram hjá mér fara. Þetta byrjar kl 22:30 - húsið opnar kl. 22:00
miðvikudagur, febrúar 18, 2004
Fór til læknis og allt!!
Svo er stórviðburður í vændum annaðkvöld er blúsband Hölla Vals stígur á stokk á gamla Sæluhúsinu, sem síðar hét Café menning og nú kaffi fjörfiskur..... já sei sei því er ekki endasleppt hér á víkinni! Og Bandið skipa: foringinn sjálfur Hölli "Hendrix" Valsson sem leikur á gítar, Addi "Funky" Ben plokkar bassann og svo ég sjálfur Sweepy Thoro sem lem húðir. þannig að ef þú sem þetta lest átt einhvern möguleika á að vera viðstaddur þessa uppákomu þá léti ég þetta ekki fram hjá mér fara. Þetta byrjar kl 22:30 - húsið opnar kl. 22:00
Á eyðieyju einni fjarri allri mannabyggð (auðvitað) strandaði skip en á skipinu var fólk samankomið af ólíkum þjóðernum. En það var ekki fyrr en mánuði síðar sem greyið fólkið fannst og hafði þá ýmislegt á daga þeirra drifið...
Strandaglóparnir voru:
2 ítalskir karlar og ein ítölsk kona
2 franskir karlar og ein frönsk kona
2 þýskir karlar og ein þýsk kona
2 grískir karlar og ein grísk kona
2 breskir karlar og ein bresk kona
2 búlgarskir karlar og ein búlgörsk kona
2 japanskir karlar og ein japönsk kona
2 kínverskir karlar og ein kínversk kona
2 bandarískir karlar og ein bandarísk kona
2 írskir karlar og ein írsk kona
2 íslenskir karlar og 1 íslensk kona
Mánuði síðar á þessari sömu eyju höfðu eftirfarandi atburðir átt sér stað:
Annar Ítalinn drap hinn vegna ítölsku konunnar.
Frönsku mennirnir og franska konan lifa í sátt og samlyndi.
Þjóðverjarnir hafa komið sér upp mjög stífu vikulegu fyrirkomulagi um að heimsækja þýsku konuna.
Grikkirnir sofa hjá hverjum öðrum á meðan gríska konan þrífur og eldar handa þeim.
Bretarnir bíða enn eftir að einhver kynni þá fyrir ensku konunni.
Búlgararnir horfðu lengi á sjóndeildarhringinn og svo á búlgörsku konuna og stungu sér síðan til sunds.
Japanirnir sendu símbréf til Tokýó og bíða enn leiðbeininga.
Kínverjarnir hafa komið upp apóteki, vínbúð, veitingastað og þvottahúsi og kínverska konan er barnshafandi af völdum "þeirra" því starfsmenn vantar.
Bandaríkjamennirnir eru á barmi taugaáfalls því bandaríska konan kvartar í sífellu yfir líkamsvextinum sínum; yfir eðli konunnar; hvernig hún er fær um að gera hvaðeina sem þeir geta; nauðsyn þess að lifa fullnægjandi lífi; jafnri skiptingu á heimilisverkum; hvernig sandurinn og pálmatréin valda því að hún virðist feitari; hvernig síðasti kærastinn virti skoðanir hennar og kom betur fram við hana en þeir tveir; hve samband hennar við móður sína verður betra með degi hverjum og að lokum hve skattarnir eru lágir og að það skuli aldrei rigna.
Írarnir tveir hafa skipt eyjunni í norður og suður og sett upp landamæri. Þeir minnast ekki hvort til kynlífs hafi komið því það er allt í móðu eftir fyrstu lítrana af kókosviskíinu. En þeir eru sáttir því Bretarnir eru ekki að njóta sín.
Íslendingarnir væru orðnir stórskuldugir við verslanir og veitingahús Kínverjanna og á brugghús Íranna. Íslenska konan væri búin að sofa hjá ítölsku, frönsku og amerísku karlmönnunum á meðan íslensku karlmennirnir væru búnir að reikna út að þeir væru fallegastir, sterkastir, gáfaðastir og fjölmennastir miðað við höfðatölu.
þriðjudagur, febrúar 17, 2004
Strandaglóparnir voru:
2 ítalskir karlar og ein ítölsk kona
2 franskir karlar og ein frönsk kona
2 þýskir karlar og ein þýsk kona
2 grískir karlar og ein grísk kona
2 breskir karlar og ein bresk kona
2 búlgarskir karlar og ein búlgörsk kona
2 japanskir karlar og ein japönsk kona
2 kínverskir karlar og ein kínversk kona
2 bandarískir karlar og ein bandarísk kona
2 írskir karlar og ein írsk kona
2 íslenskir karlar og 1 íslensk kona
Mánuði síðar á þessari sömu eyju höfðu eftirfarandi atburðir átt sér stað:
Annar Ítalinn drap hinn vegna ítölsku konunnar.
Frönsku mennirnir og franska konan lifa í sátt og samlyndi.
Þjóðverjarnir hafa komið sér upp mjög stífu vikulegu fyrirkomulagi um að heimsækja þýsku konuna.
Grikkirnir sofa hjá hverjum öðrum á meðan gríska konan þrífur og eldar handa þeim.
Bretarnir bíða enn eftir að einhver kynni þá fyrir ensku konunni.
Búlgararnir horfðu lengi á sjóndeildarhringinn og svo á búlgörsku konuna og stungu sér síðan til sunds.
Japanirnir sendu símbréf til Tokýó og bíða enn leiðbeininga.
Kínverjarnir hafa komið upp apóteki, vínbúð, veitingastað og þvottahúsi og kínverska konan er barnshafandi af völdum "þeirra" því starfsmenn vantar.
Bandaríkjamennirnir eru á barmi taugaáfalls því bandaríska konan kvartar í sífellu yfir líkamsvextinum sínum; yfir eðli konunnar; hvernig hún er fær um að gera hvaðeina sem þeir geta; nauðsyn þess að lifa fullnægjandi lífi; jafnri skiptingu á heimilisverkum; hvernig sandurinn og pálmatréin valda því að hún virðist feitari; hvernig síðasti kærastinn virti skoðanir hennar og kom betur fram við hana en þeir tveir; hve samband hennar við móður sína verður betra með degi hverjum og að lokum hve skattarnir eru lágir og að það skuli aldrei rigna.
Írarnir tveir hafa skipt eyjunni í norður og suður og sett upp landamæri. Þeir minnast ekki hvort til kynlífs hafi komið því það er allt í móðu eftir fyrstu lítrana af kókosviskíinu. En þeir eru sáttir því Bretarnir eru ekki að njóta sín.
Íslendingarnir væru orðnir stórskuldugir við verslanir og veitingahús Kínverjanna og á brugghús Íranna. Íslenska konan væri búin að sofa hjá ítölsku, frönsku og amerísku karlmönnunum á meðan íslensku karlmennirnir væru búnir að reikna út að þeir væru fallegastir, sterkastir, gáfaðastir og fjölmennastir miðað við höfðatölu.
vorum að skipta um húsnæði í bandinu í kvöld - nú ætti að vera hægt að æfa oftar en í fyrra, þá æfðum við þrisvar minnir mig:)
Veikur!!:( að horfa á Skjá 1
ég verð alltaf veikur þegar ég er búinn að spila í Grímsey - er það eðlilegt!?!?
búinn að liggja heima síðan á laugardag og er búinn að fá mig full saddann af því - úti skýn sólin og mig langar út.... jafnvel í sund.
Ég hef tjáð mig áður um skjá 1 og ætla að gera það aftur.
Þessi stöð er leiðinlegri en allt - stillimyndin á Rúv er skemmtilegri já eða ísland í bítið!
sjá þessa raunveruleika þætti alltaf hreint - það væri í lagi að vera með einn eða tvo svona þætti en ekki að leggja alla dagskránna undir þetta bölvað kjaftæði - svo maður tali nú ekki um þessa íslensku þætti sem er troðið á milli raunveruleika þáttanna og er hrært í og allt gumsið svo endursýnt 30 sinnum - þeir sem horfa á skjá 1 þurfa ekkert að vita hvaða dagur er því ef þú missir af einhverju á mánudegi verður það sýnt aftur á mánudegi,þriðjudegi. miðvikudegi,fimmtudegi,föstudegi,laugardegi,sunnudegi,bolludegi,pizzudegi - já öllum dögum sem manni dettur í hug!!
Kannski væri þetta skemmtilegt ef ég væri aðeins jákvæðari... spurning?
nú ætla ég bara að einbeita mér af því að vera veikur
góðar stundir
miðvikudagur, febrúar 11, 2004
búinn að liggja heima síðan á laugardag og er búinn að fá mig full saddann af því - úti skýn sólin og mig langar út.... jafnvel í sund.
Ég hef tjáð mig áður um skjá 1 og ætla að gera það aftur.
Þessi stöð er leiðinlegri en allt - stillimyndin á Rúv er skemmtilegri já eða ísland í bítið!
sjá þessa raunveruleika þætti alltaf hreint - það væri í lagi að vera með einn eða tvo svona þætti en ekki að leggja alla dagskránna undir þetta bölvað kjaftæði - svo maður tali nú ekki um þessa íslensku þætti sem er troðið á milli raunveruleika þáttanna og er hrært í og allt gumsið svo endursýnt 30 sinnum - þeir sem horfa á skjá 1 þurfa ekkert að vita hvaða dagur er því ef þú missir af einhverju á mánudegi verður það sýnt aftur á mánudegi,þriðjudegi. miðvikudegi,fimmtudegi,föstudegi,laugardegi,sunnudegi,bolludegi,pizzudegi - já öllum dögum sem manni dettur í hug!!
Kannski væri þetta skemmtilegt ef ég væri aðeins jákvæðari... spurning?
nú ætla ég bara að einbeita mér af því að vera veikur
góðar stundir
Ég er loksins rankaður úr rotinu eftir helgina sem var bara fín, ég náði að slaka vel á og fór í sund á sunnudaginn í brunagaddi - það voru örugglega -10°C!
Mánudagurinn kom eins og venjulega, en mánudagskvöldið var aðeins öðruvísi en ég er vanur því þá var brunað til Akureyris og spilað á einu stykki árshátíð - þið lásuð rétt árshátíð á mánudegi!! Þannig var að ein helsta hótelkeðja landsins gerði sér glaðann dag/kvöld þetta kvöldið því það er einmitt best fyrir starfsfólk svona fyrirtækja að skemmta sér á virkum dögum.. þið skiljið hvað ég er að meina - ef ekki þá verðið þið að spurja mömmu ykkar eða einhvern!
Það var bara massa fjör og fólk skemmti sér hið besta. Þannig að það var eiginlega sunnudagur hjá mér á þriðjudaginn enda ekki vanur að stunda ballspilamennsku á mánudögum.
Dagurinn í dag var svo með nokkuð hefðbundnu sniði.
En á föstudag er meiningin að leggja land....nei sjó undir fót eða gólf í twin otter og halda út fyrir landsteinana og spila á þorrablóti Grímseyinga sem er ein skemmtilegasta samkoma sem haldin er í veröldinni...já ok í Grímsey:)
Ég held að það sé uppselt!!
svo þakka ég fyrir í bili - veriði sæl
sunnudagur, febrúar 08, 2004
Mánudagurinn kom eins og venjulega, en mánudagskvöldið var aðeins öðruvísi en ég er vanur því þá var brunað til Akureyris og spilað á einu stykki árshátíð - þið lásuð rétt árshátíð á mánudegi!! Þannig var að ein helsta hótelkeðja landsins gerði sér glaðann dag/kvöld þetta kvöldið því það er einmitt best fyrir starfsfólk svona fyrirtækja að skemmta sér á virkum dögum.. þið skiljið hvað ég er að meina - ef ekki þá verðið þið að spurja mömmu ykkar eða einhvern!
Það var bara massa fjör og fólk skemmti sér hið besta. Þannig að það var eiginlega sunnudagur hjá mér á þriðjudaginn enda ekki vanur að stunda ballspilamennsku á mánudögum.
Dagurinn í dag var svo með nokkuð hefðbundnu sniði.
En á föstudag er meiningin að leggja land....nei sjó undir fót eða gólf í twin otter og halda út fyrir landsteinana og spila á þorrablóti Grímseyinga sem er ein skemmtilegasta samkoma sem haldin er í veröldinni...já ok í Grímsey:)
Ég held að það sé uppselt!!
svo þakka ég fyrir í bili - veriði sæl
Í tilefni af 10.000 gestinum þá ákvað ritstjórnin að breyta um útlit og setti málið í nefnd sem lauk við verkið í kvöld, þökk sé Gulla Jóns sem vann verkið af miklum myndarskap - Takk fyrir það !
En hvað finnst ykkur hinum um hið nýja útlit?
föstudagur, febrúar 06, 2004
En hvað finnst ykkur hinum um hið nýja útlit?
á ferð minni um veraldarvefinn fann ég þetta og vil deila með ykkur
Konan mín er stungin af með besta vini mínum! Ég sakna hans! Guð blessi trúleysið! Kristur er svarið! Hver var annars spurningin? Jesús lifir!!!!! Og hann áritar biblíuna í Eymundson á þriðjudaginn! Líkbrennsla herra Jóns Jónssonar mun eiga sér stað í Fossvogskirkju kl.14,30 - Minnkiði logann, ég kemst ekki fyrr en klukkan 16,00 Hjálpaðu löggunni! Lemdu þig sjálfur. Síðasti maðurinn sem yfirgefur landið er vinsamlegast beðinn um að slökkva á eftir sér! Berjist gegn verðbólgu! - Étið þá ríku Ef maður mætti ráða hvar maður deyr, myndi ég velja Súðavík því þar finnur maður ekki muninn. Ég er hættur að vera montinn, ég er það fullkominn! Ef superman er svona klár, akkuru er hann þá í nærbuxonum utanyfir? haldið dauðanum fjarri vegunum, keyrið á gangstéttinni! Við erum fá eins og svo margir. 500.000.000.000 flugur geta ekki haft á röngu að standa Étið skít! Þú átt enga möguleika - notaðu þá! Uppfinningar þjóðar segja mikið um hana! Það er heldur engin tilviljun að það var dani sem fann upp björgunarhringinn
miðvikudagur, febrúar 04, 2004
Konan mín er stungin af með besta vini mínum! Ég sakna hans! Guð blessi trúleysið! Kristur er svarið! Hver var annars spurningin? Jesús lifir!!!!! Og hann áritar biblíuna í Eymundson á þriðjudaginn! Líkbrennsla herra Jóns Jónssonar mun eiga sér stað í Fossvogskirkju kl.14,30 - Minnkiði logann, ég kemst ekki fyrr en klukkan 16,00 Hjálpaðu löggunni! Lemdu þig sjálfur. Síðasti maðurinn sem yfirgefur landið er vinsamlegast beðinn um að slökkva á eftir sér! Berjist gegn verðbólgu! - Étið þá ríku Ef maður mætti ráða hvar maður deyr, myndi ég velja Súðavík því þar finnur maður ekki muninn. Ég er hættur að vera montinn, ég er það fullkominn! Ef superman er svona klár, akkuru er hann þá í nærbuxonum utanyfir? haldið dauðanum fjarri vegunum, keyrið á gangstéttinni! Við erum fá eins og svo margir. 500.000.000.000 flugur geta ekki haft á röngu að standa Étið skít! Þú átt enga möguleika - notaðu þá! Uppfinningar þjóðar segja mikið um hana! Það er heldur engin tilviljun að það var dani sem fann upp björgunarhringinn
Ef maður tekur rollu, skellir afturfótum hennar ofan í stigvélin sín og ríður henni, þá er maður kallaður Nonni me me (rolluríðari), alla ævi, hvar sem maður birtist. En ef maður drepur rollu, brennir a henni andliti', sýður andlitið i heitu vatni i nokkrar klukkustundir, hellir hvítri sósu yfir, sýgur úr henni augun og sker úr henni tunguna, nagar af henni kjálkavöðvana og étur þetta allt saman með grænum baunum, þá er maður bara íslendingur i svaka stuði á þorrablóti og enginn spyr rolluna hvort henni fannst betra.
mánudagur, febrúar 02, 2004
þá er leiðinlegasti mánuður ársins á enda og það sem nú tekur við er ekkert nema tóm gleði - held ég.
Helgin var fín - var að spila bæði fös og lau kvöld á vélsmiðjunni sem er á akureyri allra landsmanna, við höfðum ekki spilað þarna áður, fínn staður og magnað starfsfólk - jájá bara æðislegt!!
Svo snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar.......................................... en það er bara gamann.
Svo vil ég þakka Rarik fyrir að gera gærdaginn eftirminnilegann:( rafmagnið fór af götunni hjá okkur kl 12:57 og kom ekki á fyrr en einhverntíma í helvítinu kl 18 eða eitthvað!!!!! ég var ekki sáttur....
jæja ég er orðinn glaður húrra!!
Helgin var fín - var að spila bæði fös og lau kvöld á vélsmiðjunni sem er á akureyri allra landsmanna, við höfðum ekki spilað þarna áður, fínn staður og magnað starfsfólk - jájá bara æðislegt!!
Svo snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar og snjóar.......................................... en það er bara gamann.
Svo vil ég þakka Rarik fyrir að gera gærdaginn eftirminnilegann:( rafmagnið fór af götunni hjá okkur kl 12:57 og kom ekki á fyrr en einhverntíma í helvítinu kl 18 eða eitthvað!!!!! ég var ekki sáttur....
jæja ég er orðinn glaður húrra!!
(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson