nei því miður:( verð samt í fríi á morgunn frá hinum daglegu störfum og í kvöld verður æfing með fiskidags bandinu og svo spilum við eins og allar alvöru hljómsveitir um versló - en það verður samt gaman!!
miðvikudagur, júlí 30, 2003
að hleypa tukthúslimnum Árna Johnsen út til að spila í brekkusöngnum á þjóðhátíð og það sem meira er ætla nánast allir aðrir fangar að fá "leyfi" til að fara að skemmta sér -enda gefur þetta leyfi hans Árna auðvita fordæmi fyrir því að það sé ekkert mál að vera dæmdur fangi og geta fengið leyfi til að leika sér, þó að mann fíflið hann Árni hafi séð um þennan asnalega brekkusöng í fjölda mörg á þá verður hann og aðrir að átta sig á því að hann er að afpána dóm fyrir brot og ætti því ekki að líðast að sleppa honum út nema að allir aðrir sem sitja af sér fengju það líka.. - allir eða enginn!!
þriðjudagur, júlí 29, 2003
ég las í einhverri könnun um hvert fólk ætlaði að fara um þessa miklu ferðahelgi og kom mér mikið á óvart að 33% þeirra sem tóku þátt ætluðu bara að vera heima! 31% ætluðu í rigninguna í eyjum, 17% til akureyrar og restin í galtalæk eða á kántrýtónleikana á skagaströnd - þeir vilja ekki kalla þetta kántrýhátíð þetta árið, ætli það sé minni löggæslukostnaður að kalla þetta tónleika?
mánudagur, júlí 28, 2003
.......sími sem hringir voða flott og svo er hægt að senda sms - smáskilaboð og ég fékk mér skyr.is í dag með vanillu keym eða á að vera keim? er ekki viss!
ég spyr bara Bigga bókmenntagúrú :)
sunnudagur, júlí 27, 2003
ég spyr bara Bigga bókmenntagúrú :)
það má segja það að ég hafi farið í helgarferð út í Grímsey. Þannig var að við áttum að fljúga á föstudagskvöldið en svarta þoka kom í veg fyrir það þannig að þá vorum við sóttir á bát, - komum út í eyju kl 23:30 og byrjuðum ball 00:30 og spilað til 05:00 og auðvitað brálað stuð á liðinu!!
svo í gær höfðum við félagarnir það bara gott í eyjunni - veiddum fisk sem við grilluðum og allir sáttir.....en frekar þreyttir
og í dag birti til og við komumst í flug kl.15:00
föstudagur, júlí 25, 2003
svo í gær höfðum við félagarnir það bara gott í eyjunni - veiddum fisk sem við grilluðum og allir sáttir.....en frekar þreyttir
og í dag birti til og við komumst í flug kl.15:00
vaknaði í morgun frekar hress, klæddi mig í föt og sagði bless við erik, fór með kerruna með hljófærunum í ferjuna og þá ætti allt að vera klárt fyrir massa djamm í Grímsey - fyrir ykkur sem hafið áhuga á að koma á ball, þá fer flugvél frá Akureyri kl. 19:45 og það verður tekið vel á móti ykkur.
Veður eru válynd þessa stundina -rok og smá rigning... og hvað með það!!
Einar Höllu á akureyri um verslunarmannahelgina -skemmtileg misheyrn hjá bróður mínum:)
ein með öllu á akureyri um verslunarmannahelgina
fimmtudagur, júlí 24, 2003
Veður eru válynd þessa stundina -rok og smá rigning... og hvað með það!!
Einar Höllu á akureyri um verslunarmannahelgina -skemmtileg misheyrn hjá bróður mínum:)
ein með öllu á akureyri um verslunarmannahelgina
ég ber enga ábyrgð á þessu breytta útliti sem bloggið fékk óvænt í dag, Gulli félagi minn telur að um innbrot sé að ræða og ætlar hann að búa til fyrir mig nýja síðu - Meira um það síðar.
Er annars að fara í grímsey á morgunn
Bið að heilsa!
Er annars að fara í grímsey á morgunn
Bið að heilsa!
Eldgos!
Ég smakkaði þetta Eldgos um daginn og.....þvílíkur viðbjóður!!!!! það er eins og öllu gosi sem hefur verið komið fram yfir síðasta söludag hafi verið blandað saman og tappað á flöskur. Jú jú svo er þetta kallað Þjóðhátíðardrykkurinn sem er gott og blessað því er ekki alltaf vont veður í eyjum á þjóðhátíð og hvað er þá betra en að drekka vont gos og vera í vondu tjaldi og í vondu skapi .... og eiga svo ekki von á góðu þegar öllu er á botninn hvolft:)
miðvikudagur, júlí 23, 2003
Ég smakkaði þetta Eldgos um daginn og.....þvílíkur viðbjóður!!!!! það er eins og öllu gosi sem hefur verið komið fram yfir síðasta söludag hafi verið blandað saman og tappað á flöskur. Jú jú svo er þetta kallað Þjóðhátíðardrykkurinn sem er gott og blessað því er ekki alltaf vont veður í eyjum á þjóðhátíð og hvað er þá betra en að drekka vont gos og vera í vondu tjaldi og í vondu skapi .... og eiga svo ekki von á góðu þegar öllu er á botninn hvolft:)
ekkert merkilegt að frétta en ég varð að setja eitthvað hér inn til að standa við gefin loforð um að blogga daglega þessa viku:)
þriðjudagur, júlí 22, 2003
Sá Jackass the movie í gær!!
Hafði nú ekki mikla trú á þessum bjálfum, en eftir að hafa hlegið nánast viðstöðulaust í einn og hálfann tíma þá eiga þessir snillingar hrós skilið fyrir að vera miklir ofurhugar og húmoristar!
svo sá ég frétt um Hulk-klakan sem er svo grænn að hægðir barna verða neongrænar eftir neyslu á pinnanum sem kenndur er við grænjaxlinn HULK!
mánudagur, júlí 21, 2003
Hafði nú ekki mikla trú á þessum bjálfum, en eftir að hafa hlegið nánast viðstöðulaust í einn og hálfann tíma þá eiga þessir snillingar hrós skilið fyrir að vera miklir ofurhugar og húmoristar!
svo sá ég frétt um Hulk-klakan sem er svo grænn að hægðir barna verða neongrænar eftir neyslu á pinnanum sem kenndur er við grænjaxlinn HULK!
sælinú!
helgin var þokkaleg fyrir utan hellings þreytu sem skvettist á mig og bölvað slen bara. þannig að lítið varð úr verki nema það að við Biggi fórum rúnt í Svarfaðardal í gær, alla leið fram í Kot!! Dalurinn er alltaf fallegur og í bakaleiðinni tókum við rölt í Hánefsstaðareit -voða helþí!
En er það virkilega svona dýrt að hringja úr gsm síma frá Simanum í gsm síma frá og voðafónn?
Hvað eru þessir bændur að heyja allt of mikið? sá viðtal við formann einhverra samtaka í gær sem talaði um að það væri allt of mikið hey og þyrfti að farga helling af heyi frá í fyrra!!
Eru húsdýrin í aðhaldi?
Svo við ég óska Daða og Stönu til hamingju með guttann!!
föstudagur, júlí 18, 2003
helgin var þokkaleg fyrir utan hellings þreytu sem skvettist á mig og bölvað slen bara. þannig að lítið varð úr verki nema það að við Biggi fórum rúnt í Svarfaðardal í gær, alla leið fram í Kot!! Dalurinn er alltaf fallegur og í bakaleiðinni tókum við rölt í Hánefsstaðareit -voða helþí!
En er það virkilega svona dýrt að hringja úr gsm síma frá Simanum í gsm síma frá og voðafónn?
Hvað eru þessir bændur að heyja allt of mikið? sá viðtal við formann einhverra samtaka í gær sem talaði um að það væri allt of mikið hey og þyrfti að farga helling af heyi frá í fyrra!!
Eru húsdýrin í aðhaldi?
Svo við ég óska Daða og Stönu til hamingju með guttann!!
Nú er veðurblíða hér á fróni með endemum (eindæmum) og allir keppast við að láta sólina skýna á sig!! en það er allt í lagi því hér er nóg af sól handa öllum (allavega í bili) Svo vil ég óska honum Gulla sem átti afmæli í gær til lukku með það að hafa átt ammæli í gær!
Ég ætla bara að slaka á um helgina þó svo að hin mikla Hríseyjarhátíð sé um helgina og flestir stefni þangað -ég held að sé ekki á það bætandi að ég komi þangað líka!
Svo er enski boltinn byrjaður að rúlla, svona allavega pínu því mínir menn spiluðu sinn fyrsta æfingaleik í fyrradag og unnu að sjálfsögðu lið frá Þýskalandi sem heitir Köln 1-3 þar sem Owen setti 2 kvikindi og Heskey 1
Svo er ég með eina spurningu í lokin: Hvaðan ætli Blönduósingar hafi fengið þá hugmynd að bjóða öllum landsmönnum í mat?? Sniðugir þarna á Blönduósi -er það ekki?
Svo bara að minna á fiskidaginn mikla sem verður á Dalvík 9. ágúst í þriðja sinn og aldrei meiri stemming!!
þriðjudagur, júlí 15, 2003
Ég ætla bara að slaka á um helgina þó svo að hin mikla Hríseyjarhátíð sé um helgina og flestir stefni þangað -ég held að sé ekki á það bætandi að ég komi þangað líka!
Svo er enski boltinn byrjaður að rúlla, svona allavega pínu því mínir menn spiluðu sinn fyrsta æfingaleik í fyrradag og unnu að sjálfsögðu lið frá Þýskalandi sem heitir Köln 1-3 þar sem Owen setti 2 kvikindi og Heskey 1
Svo er ég með eina spurningu í lokin: Hvaðan ætli Blönduósingar hafi fengið þá hugmynd að bjóða öllum landsmönnum í mat?? Sniðugir þarna á Blönduósi -er það ekki?
Svo bara að minna á fiskidaginn mikla sem verður á Dalvík 9. ágúst í þriðja sinn og aldrei meiri stemming!!
hef ekki mikið verið að blogga undanfarið en hvað með það!!
ekki eins og það hafi ekkert verið að gerast....eiginlega of mikið! vinna,spila,vinna,æfingar fyrir fiskidaginn,vinna,spila og svo framvergis.
Veðrið hefur ekki beint verið að leika við okkur norðannmenn undanfarið en við látum okkur hafa það -enda hörð af okkur með eindæmum:)
Langþráð helgarfrí framundan -stóð til að fara spila í Grímsey en það var bara fært fram um helgi og allt í góðu með það.
Svo bara að minna á fiskidaginn mikla sem verður á Dalvík 9. ágúst
eru þá ekki allir sáttir?
miðvikudagur, júlí 09, 2003
ekki eins og það hafi ekkert verið að gerast....eiginlega of mikið! vinna,spila,vinna,æfingar fyrir fiskidaginn,vinna,spila og svo framvergis.
Veðrið hefur ekki beint verið að leika við okkur norðannmenn undanfarið en við látum okkur hafa það -enda hörð af okkur með eindæmum:)
Langþráð helgarfrí framundan -stóð til að fara spila í Grímsey en það var bara fært fram um helgi og allt í góðu með það.
Svo bara að minna á fiskidaginn mikla sem verður á Dalvík 9. ágúst
eru þá ekki allir sáttir?
ég hef tjáð mig um þessi fyrirhuguðu göng milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og ætla að gera það hér nú! Eins og flestir vita þá bý ég á Dalvík og líkar það bara vel en einn galli er samt á, við líðum fyrir það hve nærri Akureyri er og þess vegna þrífst ekkert hér eins og verslanir eða skemmtistaðir, ef að fólki vantar eitthvað þá er svo gott að fara bara í "bæinn" og kaupa þá allt á Akureyri fara svo að skemmta sér á Akureyri. Þannig að ef þessi göng verða gerð þá lenda bara Siglfirðingar í sama rugli og allt fer djandans til, ég veit ekki betur að sé sportvöru-fata og skóbúðir og 2-3 skemmtistaðir sem ganga held ég nokkuð vel.
Ég er á því að göngin séu bara til þess að stytta leiðina til Akureyrar og skipulega verið að drepa allt líf á þessum stöðum.
Oft vildi ég að það væru 300 km. til akureyrar og við dalvíkingar værum sjálfum okkur nógir.
miðvikudagur, júlí 02, 2003
Ég er á því að göngin séu bara til þess að stytta leiðina til Akureyrar og skipulega verið að drepa allt líf á þessum stöðum.
Oft vildi ég að það væru 300 km. til akureyrar og við dalvíkingar værum sjálfum okkur nógir.
ég er búinn að komast að því að golf er bara fyrir fótboltamenn sem nenna ekki alltaf að vera í fótbolta, og líka þá sem hafa ekki fengið neina vinnu og æft sig mikið - það eru atvinnumennirnir!
og svo er það Ragnar vinur minn, hann á golfsett og mig langar mikið að sjá hann spila þessa snobbuðu íþrótt
.....svo maður tali nú kæðnaðinn á golffólkinu, í sokkum upp að hnjám og köflóttum buxum og peysum með V-hálsmáli. Er það cool?
hvar endar þetta?!?! og svo er það Ragnar vinur minn, hann á golfsett og mig langar mikið að sjá hann spila þessa snobbuðu íþrótt
.....svo maður tali nú kæðnaðinn á golffólkinu, í sokkum upp að hnjám og köflóttum buxum og peysum með V-hálsmáli. Er það cool?
ég er nú bara að spá í hann Davið Beckham. Má hann ekkert fara eða gera án þess að það sé sýnt í sjónvarpinu? Læknisskoðun kappans var sýnd í beinni í gær og ekki var borgað neitt lítið fyrir að eiga réttinn á að sýna það.
(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson
Gunnlaugur Jónsson