<$BlogRSDUrl$>
Myndir
Smelltu
Rykfallið
Nýjast
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
desember 2005
mblog

mánudagur, mars 31, 2003


Daginn!

Átti sæmilegt helgarfrí ég vil byrja á að óska Atla Eðvaldss til hamingju með stórgóðann leik á móti skotum!! (burtu með manninn áður en hann velur mig í liðið)
Sá söngkeppni framhaldsskólana sem var með skássta móti því undanfarin ár hafa alltaf verið þónokkur atriði sem hafa ekki einusinni átt heima í söngstund á leikskóla!
Hver man ekki eftir "orginal" í hittifyrra? Var að spila á Pollvitanum eða bara Pollinum það var stemming. Svo var bara rólegt í gær -bara svona....



föstudagur, mars 28, 2003


7 kíló farin og guð veit hvert þau fóru!!

Jújú það gengur bara vel hjá mér í að breyta lífstílnum (nú má víst ekki kalla þetta megrun) og svo tók ég líka 80 kíló í bekk. Er það ekki gott að byrjanda að vera? Svo var ég skráður á eitthvað bandímót, en mín skoðun á þeirri íþrótt er: asnalegt!! og svo eitt en. Er breytta útgáfan að júróvisionlaginu það lag sem var kosið? Mér finnst heldur betur búið að "laga" það til svo það sé ekki of líkt hinu fræga I´ll be waiting for you eða hvað það nú heitir.

takk í dag:)




fimmtudagur, mars 27, 2003


djö.. helv... andsk...aumingjar eru þessir bandaríkjamenn, að vera svona vondir við Írakana!!!
Og svo er netið búið að vera óvirkt í 2 daga hjá mér og ekki spurja mig af hverju!! Það eru bara vittlisingar að vinna í þjónustuveri Íslandssíma og vita EKKERT um tölvur og hvað þá bilaða nettenginu, svara bara " þjónustuver íslanssíma" og eru BARA fífl!!! En nú er þetta komið í lag og þá er gamann:))

æji ég er bara svo pirraður út í svona þjónustu




laugardagur, mars 22, 2003


Frumsýning í kvöld og svo partý á eftir þar sem hljómsveitin "Hælisgengið" treður upp!!



miðvikudagur, mars 19, 2003


Já já... brjálað fjör!!

Ég var að horfa á snilldarþáttinn "að hætti Sigga Hall" -djöfull er kallinn nú skemmtilegur!!! Hann var að smakka endur í Þýskalandi jú og fékk sér auðvita vín með, það hlítur að vera gamann að vera svona sjónvarpskokkur og þvælast um heiminn og fá alltaf gott að éta og verið hálffullur allann tímann! eþaggi?




Nú er helvítið hann Búss búinn að missa það!! Ég held að hann hafi klikkast alveg eftir 11. sept. og ætlar bara að fara í stríð við einhvern til að sýna þessum "vondu köllum" hver ræður, og það að einn maður hafi allt þetta vald er bara bullshit og sérstaklega ef hann er orðinn klikkaður í hausnum. En ég mæli mað því að Rúv hætti að sýna beint frá okkar háa alþingi og sýni frekar það enska, ég sá í fréttunum smá brot af því.. og þvílík snilld -ég veltist um að hlátri þegar þeir sem voru ekki alveg sammála þeim sem var að tala bauluðu bara á hann. En eru þeir enþá með þessar fíflalegu hárkollur? Ég tók ekki eftir því.



laugardagur, mars 15, 2003


Síðast liðinn miðvikudag samþykkti bæjarráð Fjarðabyggðar að úthluta Íslenskum aðalverktökum öllum byggingarlóðum í nýju hverfi, Bakkagerðishverfi, á Reyðarfirði; alls 130 lóðum.

Á þessum 130 byggingarlóðum er gert ráð fyrir að reistar verði 185 íbúðir en á Reyðarfirði eru nú um 200 íbúðir. Því lætur nærri að með tilkomu þessara íbúða verði byggðin tvöfölduð.

Íslenskir aðalverktakar gera ráð fyrir að skipuleggja þarna blandaða byggð í samráði við bæjaryfirvöld. Undirbúningur mun hefjast þegar í stað og framkvæmdir á næsta ári. Gangi það eftir verða fyrstu íbúðirnar væntanlega tilbúnar í ársbyrjun 2005.

Svo fá íslenskir aðalaverktakar frá Reykjavík jobbið -meiri búbótin fyrir austfirðingana!!! tekið af local.is




Ég var að horfa á þetta "American idol" eða hvað þetta nú heitir, bölvað rugl er þetta!!? Ég var ekki alveg að skilja þetta, það eru einhverjir krakkabjálfar að reyna að "meika það" þurftu reyndar að komast í gegn um einhverja forkeppni og koma svo fram fyrir þriggja manna dómnefnd og syngja smá brot af lagi sem þau velja sjálf og svo standa þau fyrir framan dómarana og hlusta á þá rakka sig niður, hvað þau voru í asnalegum fötum, hvað lagið hefði verið slæmt og allt eftir þessu. Ég var búinn að heyra að þetta væri skemmtilegt þannig að ég stillti mér fyrir framan imbann í gær og ákvað það að horfa aldrei á þetta aftur!!

Mér gengur bara vel í "átakinu mínu" nokkur kíló farin og allt í góðu með það bara.




miðvikudagur, mars 12, 2003


Fór í klippingu í dag á stofu þar sem Lalli rakari var hér í "den" man það eins og gerst hafi í gær þegar hann sagði "nú verða stelpurnar vittlausar í þig" þegar hann var búinn að raka af manni nánast allt hárið :) En nú er Jonna Sigga á steypustöðinni (nei nú er ekki hægt að kalla hann það) Sigga í Ásvideo komin með stofu þarna og líkar mér það vel!



þriðjudagur, mars 11, 2003


Takk fyrir ammælis kveðjurnar!! Svona til gamans þá eiga ýmsir frægir sama afmælisdag og ég og þeirra frægastur Osama Bin Laden!! og Chuck Norris-Sharone Stone-Liz Taylor-Addi Eggerts-mamma-Valur Harðar og Mási á ísstöðinni föngulegur hópur ekki satt (og með mismikið á samviskunni:)



mánudagur, mars 10, 2003


ÉG Á AMMÆLÍ ÉG Á AMMÆLÍ DAG ÉG Á AMMÆLI SJÁLFUR ÉG Á AMMÆLÍ DAG



sunnudagur, mars 09, 2003


það er búið að vera bölvað vesen á blogginu hjá mér súðustu daga en það er vonandi að baki, ég er búinn að djöflast í ræktinni alla vikuna -ætla að taka "nammidag" í dag og fer ekki í ræktina. Ég hef svo sem ekki mikla löngun fyrir að fá mér neitt nammi eða þannig. Svo er fyrsta rennsli hjá leikfélaginu í dag sem er að setja upp verk eftir snillinginn Júlíus Júlíusson sem heitir "Gengið á hælinu" stefnt er á að frumsýna 22. mars og ég held að það standist barasta.



miðvikudagur, mars 05, 2003


já já!! ég fór í ræktina í dag eftir vinnu, svo fór kvöldið í að taka upp stef fyrir leikfélagið með Herði nokkrum Valssyni -gamann að því!



þriðjudagur, mars 04, 2003


sprengidagur í dag, annar í átaki -fór í ræktina í dag og var mun ferskari en í gær og ég er hættur að naga neglurnar!!



mánudagur, mars 03, 2003


bolludagur er dagurinn sem ég ákvað að fara í stríð við aukakílóin sem eru helst til of mörg, fór og keypti 6 mánaða kort í heilsuræktinni hér á víkinni og fór í fyrsta skipti í dag að sprikla, þannig að ég borðaði ekki neina bollu í dag og fæ ekki saltkjöt og baunir á morgunn.

já nú skal sko tekið áðí!!!




sunnudagur, mars 02, 2003


Liverpool vann deildarbikarinn -unnu mantueftirjúnæded 2-0 og ég massaglaður!!!!



laugardagur, mars 01, 2003


Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?
Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkoholistar" nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir gera á fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkoholisti"?
Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?
Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur?"
[Það má einnig orða þetta sem svo: Hvað hélt fyrsti maðurinn, sem mjólkaði kú, að hann væri að gera?]
Af hverju límist ekki límtúpan saman?
Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?
Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?
Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?
Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?
Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?
Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?
Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?
Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?
Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?
Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?
Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?
Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?
Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?
Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?
Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?
Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?
Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?




Tók mynd á leiguni í gær og japanska í þokkabót "Ring" hún er um krakka sem sjá myndband og þegar það er búið er hringt í þau og sagt að þau deyi eftir viku, svo er fréttakona sem ransakar þetta og finnur þetta myndband, horfir á það og svo.....segi ekki meir. Mér fannst þessi mynd ekkert góð, en mæli með "Twin Towers" sem Árni félagi minn benti mér á að taka það er sko ræma í lagi!!!



(c) gulli.net
Gunnlaugur Jónsson

This page is powered by Blogger. Isn't yours?